Lýsing á göngustíg í Efri Lundum

Lýsing á göngustíg í Efri Lundum

Nánast ónothæfur göngustígur í efri Lundum í myrkri vegna þess að á honum er engin lýsing. Bætum úr þessu og lýsum hann upp eins og aðra göngustíga í bænum

Points

Myrkrið er það mikið að maður sér ekki hálkuna og pollana - við sem þá yfirhöfuð þorum að fara þessa leið. Þetta er gönguleið að strætó á Karlabraut - lögum þetta.

Þetta þarf að laga sem allra fyrst. Ekki boðlegt að hafa göngustíg með engri lýsingu.

Nauðsynleg framkvæmd, má samt útfæra þannig að ljóastaurar lýsi ekki inn í hús við stíginn.

Hættulegur göngustígur í myrkri vegna skorts á lýsingu. Börn, og jafnvel fullorðnir, rög við að nota stíginn.

Stórhættulegur stígur í myrkrinu á veturna og í raun óskiljanlegt hvers vegna hann er ekki upplýstur eins og sambærilegir göngustígar í öðrum hverfum!

Þetta þarf að laga sem allra fyrst hættulegur göngustígur í dimmu.

Þessi hugmynd kemur upp ítrekað en ekkert gerist. Stígurinn er hluti af samgöngukerfinu. Yfir vetrartímann eru menn að paufast hann í myrkrinu ef þeir þora. Einu rökin sem ég hef heyrt gegn lýsingu eru að hún trufli þa íbúa sem búa næst stígnum, en það eru til ýmsar lausnir á því. Þetta er svo sjálfsagt öryggismál að við eigum ekki að þurfa að keppa um þessa framkvæmd við önnur góð mál í Garðabæ!

Bý við stíginn, vil ljós á hann strax ! Ég geng hann ekki í myrkri af hættu við að detta. Lýsing á stíginn er öryggismál og ætti ekki að þurfa að keppa við önnur góð mál í Garðabæ.

Alltof mikið myrkur og börnin eru ekki örugg

Það er ekki boðlegt að setja ekki lýsingu á þennan göngustíg - eftir öll þessi ár ! Það er beinlínis hættulegt að reyna að nota hann í hálku og myrkri. Það hlýtur að vera komið að þessu verkefni.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information