Bætt öryggi

Bætt öryggi

Göngu-/hjóla stígurinn, sem liggur norðan við veg út á Álftanes, er víða mjög hættulegur. Lagt er til að gera endurbætur á stígnum á þessu svæði og bæta þannig verulega öryggi þeirra, sem um hann fara. (Segja má að það hafi verið ótrúlegur aulaskapur, þegar vegurinn var endurnýjaður fyrir nokkrum árum að setja ekki niður nýju götuljósin að norðanverðu, norðan við vegriðið, öllum vegfarendum til góðs).

Points

Víðast er stígurinn allt of mjór. Auk þess er veg megin grjóthleðsla, sem er í fláa og mjög laus í sér. Grjót eru oft á stígnum og þannig öllum til ama. Norðan megin er víða skurður með misdjúpu vatni og gaddavírs girðing er þarna á hluta leiðarinnar. Ekki þarf mikið til að hér geti orðið mikið slys á fólki.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information