Tengja göngu-/hjólastíg með fram varnargarði við Sjávargötu

Tengja göngu-/hjólastíg með fram varnargarði við Sjávargötu

Enginn stígur tengir göngu og hjólastíginn meðfram varnargarðinum á Álftanesi við Sjávargötuna. Það er bagalegt því í enda Sjávargötunnar er bæði leikvöllur og körfuboltavöllur sem fleiri gætu nýtt sér ef aðgengi væri betra. En fjöldi fólks gengur og hjólar yfir grasið til að komast á milli. Grasið er oft mjög blautt og þolir lítinn ágang. Um er að ræða stíg sem er væri um 30 metrar.

Points

Göngustígur myndi bæta aðgengi að leikvellinum og körfuboltavellingum og stýra umferð gangandi og hjólandi af grasinu yfir á stíginn.

Algjörlega sammála

Sammála, frábært svæði sem er vannýtt og ætti að vera hægt að gera með litlum tilkostnaði :-)

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information