Hraunholtslækjarstígur

Hraunholtslækjarstígur

Það vantar sárlega göngustíg með fram Hraunholtslæk upp að undirgöngum við Vífilsstaði. Sambærilegir stígar eru beggja vegna Arnarneslækjar og göngustígar á milli hverfa og meðfram görðum í Lundum og víðar. Með fram læknum er bein leið upp í Heiðmörk, gönguparadís og aðgengi að stígakerfi yfir hraunið. Íbúar þarna þurfa ekki að óttast gangandi umferð- það getum við sem búum við stíga fullvissað þá um. Við höldum áfram að að ösla forina í hjólförum vinnuvéla eftir íbúa þar til stígur kemur.

Points

Löngu nauðsynleg viðbót við stígakerfi Garðabæjar til þess að auka náttúruupplifun og bæta aðgengi að náttúru með fram læk og upp að vatni. Fólk notar þessa gönguleið nú þegar. Hún er forarsvað vegna aksturs íbúa sem eiga garða með fram túninu við lækinn - en svaðið mætti auðveldlega gera að fallegum stíg fyrir alla að njóta.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information