Steinanudd - heitar huggulegar nuddgöngubrautir

Steinanudd - heitar huggulegar nuddgöngubrautir

Bætum andlega, líkamlega og félagslega heilsu okkar og nýtum fallega fjörugrjótið okkar og heita vatnið til að búa til steinanuddbrautir á fallegum rólegum svæðum.

Points

Vissir þú að í fótum okkar eru amk 7000 taugaendar sem tengjast heila og mænu og elska endurnærandi nudd til að auka orku, draga úr stirðleika, efla þrótt og auka jafnvægi. Af hverju ekki að blanda saman útvist, náttúruöflum Íslendinga (heitu vatni og fjörugrjóti) og félagsskap á skemmtilegum göngunuddbrautum? Á ferðum mínum erlendis hef ég víða rekist á slíkar brautir þar sem fólk sest á bekk, klæðir sig úr skóm og sokkum, hugleiðir og gengur síðan berfætt saman í þessari öðruvísi upplifun :)

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information