Vernda Varpsvæði fugla

Vernda Varpsvæði fugla

Væri gott að fá teina ofan á götuljósin.

Points

Það er fuglaverndarsvæði við Kasthúsatjörn sem mætti huga betur að, til dæmis mætti setja teina ofan á götuljósin við Jörfaveg. Máfurinn nýtir sér götuljósin sem útsýnisstað. Á vorin þegar fuglalífið er í blóma og ungarnir eru að klekjast út myndast stríðsástand hér á nesinu. Máfurinn steypir sér af götuljósunum hvenær sem færi gefst ef fuglinn þarf að fara af hreiðrinu og nælir sér í egg eða unga. Með því að setja teina ofan á götuljósin mætti alla vega fækka eitthvað árásum vargsins á fuglana.

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Fuglar eru fallegir og við eigum að vernda þá

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information