Flotbryggjur í Sjálandshöfn

Flotbryggjur í Sjálandshöfn

Tækifæri fyrir Garðabæ til að auka útivistarmöguleika bæjarbúa. Flotbryggjur myndu gera fólki kleift að leggja bátum að ásamt því að skapa aðgengi fyrir ýmisskonar siglingaíþróttir auk þess að vera hverfinu til prýði. Flotbryggja myndi auka öryggi þeirra sem nú þegar stunda siglingar á Arnarvogi. Á árum áður var kröftugt Ungmennastarf í Siglingaklúbbnum Vogi. Klúbburinn hefur nú verið endurvakinn og telur tæplega 200manns og fjölgar hratt. https://www.facebook.com/groups/1612993238947829

Points

Önnur hugmynd af svipuðum toga er í toppsætunum þar sem getið er um rampinn sérstaklega og að skapa aftur færi á hverskonar sjósporti á voginum. Hjálpaðu við að ýta á hjartað. Þetta skapar mikla möguleika á frábærum sportum, sjósund, kayak, SurfSki, SitOnTop, kappróður, skútur o.fl. Svæðið var talið í den af einum þekktasta siglingaþjálfara heims eitt það besta í heimi.

Möguleikarnir hér eru miklir til þess að gera fyrirmyndar aðstöðu fyrir hverskonar siglingar eða sjósund hér í Garðabæ. Við höfum endurvakið Siglingaklúbbinn Vog og hafa nú þegar tæplega 200 manns skráð sig á facebooksíðuna okkar. Okkar markmið er að hvetja Garðabæ til þess að koma aðstöðu málum í gott horf. Hér vantar td. flotbryggjur í Sjálandshöfn og steypa upp og lagfæra rampinn í Arnarvogi. Hvort tveggja varðar öryggi siglingafólks því erfitt getur verið að komast í land á háfjöru.

Mjög stoltur af því að eiga þátt í endurvakningu á þessum hugmyndum og síðunni sem vitnað er í - þarna lærði ég fyrst að sigla, um 10 ára og kennt sjálfur guttunum minum undanfarin ár þarna, en það þarf að laga rampinn og við erum búnir að bjóðast til þess og koma upp aðstöðu og núna er komin formleg endurvakning á gamla Siglingafélaginu / klúbbnum. Frábært viðbótar íþróttafélag sem eflir flóruna i frábærum íþróttabæ. Þarna lærði ég að sigla fyrst, ja eftir að afi kenndi mér grunninn reyndar.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information