Laga gangstétt & fegra opið svæði við enda Árakurs

Laga gangstétt & fegra opið svæði við enda Árakurs

Við enda Árakurs er opið svæði með einum háspennuskúr. Gangstéttin liggur meðfram götunni og hittir ekki á gangbrautina yfir Akrabraut. Ef gengið/hjólað er eftir gangstéttinni þá þarf að taka krappar beygjur sem veldur því að allir þvera grasið sem myndar drullusvað. Leggja mætti stíg sem væri eðlilegt framhald af gangbrautinni & fegra svæðið með því að planta trjám & blómum. Einnig væri gaman ef sett væru upp ungbarna leiktæki & picknick borð því þetta er stórt ónýtt svæði sem ekki er fallegt

Points

Það myndast hætta þegar börn eru á hjólum & þurfa annað hvort að taka tvær krappar beygjur áður en farið er yfir götuna eða þá hjóla yfir grasið. Grasið er nú þegar ónýtt vegna álags & í bleytu er drullan sleip f.u, að þetta er ljótt að sjá. Það eru engin tré/plöntur á vegum bæjarins í götunni & grænt svæði myndi gera ásýnd svæðisins fallegri. Þetta er stórt svæði & það vantar þægilegan leikvöll fyrir ungbörn því uppsetning leiktækja á leikvellinum við Árakur hentar ekki fyrir yngstu börnin

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information