Leikvöll í Ásahverfi fyrir 0-5 og 5+ ásamt nestisaðstöðu

Leikvöll í Ásahverfi fyrir 0-5 og 5+ ásamt nestisaðstöðu

Fá flottan leikvöll í Ásahverfið þar sem afgirt er fyrir börn yngri en 5 ára með litlum kastala, ungbarnarólu og hesti og fleiru ásamt mjúku undirlagi og hafa svo kastala og klifur fyrir eldri en 5 ára. Hafa svo bekki og borð til að borða nesti. Sambærilegt eins og er á Rútstúni eða á Arnarsmára leikskóla í Kópavogi.

Points

Það vantar flottan og stóran leikvöll í Ásahverfið sem er í uppbyggingu og fleiri og fleiri börn að flytja í hverfið. Mikið ábótavant þar sem leikskólar í hverfinu eru lokaðir um helgar og þeir fáu leikvellir sem eru nú þegar til eru orðnir gamlir og lúnir.

Þessi hugmynd er sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information